Salah gekk af velli á með eymsli í læri og var skipt út af fyrir Mostafa Fathi á 45. mínútu.
Það hefur ekki enn verið staðfest um hvernig meiðsli er að ræða en íþróttafréttamiðillinn The Atheltic greinir frá því að um möguleg meiðsli á hásin sé að ræða.
Ef það reynist rétt gæti Salah verið frá í lengri tíma sem væri áfall fyrir bæði egypska landsliðið og Liverpool sem eru í miðri titilbaráttu.
Þegar fréttin er skrifuð er leik Egyptalands og Gana nýlokið með jafntefli 2-2.