Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 21:30 Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum í kvöld Vísir / Hulda Margrét Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. „Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
„Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn