Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 23:01 Einar Jóhannes Einarsson, Hafnfirðingur, hefur boðið Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín upp á ókeypis skutl. Aðsent/Vísir/Vilhelm Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira