Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2024 13:24 Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“ Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“
Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25