Sameiginlegir sjóðir til þess að nýta í slíkum aðstæðum Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 20:32 Þórdís Kolbrún segir aðstæðurnar í Grindavík fordæmalausar. Vísir/Arnar Fjármála-og efnahagsráðherra segir stöðuna í Grindavík kalla á stærri ákvarðanir. Sameiginlegir sjóðir séu til þess að nýta í slíkum aðstæðum en hún segir að um sé að ræða flókið verkefni. Staðan kalli klárlega á sérlög. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar var rætt við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármála-og efnahagsráðherra um stöðu Grindvíkinga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. „Við höfum fundað í dag og auðvitað undanfarna daga og það hefur orðið algjör eðlisbreyting á verkefninu undanfarna örfáa sólarhringa. Ríkisstjórnin meinar það þegar hún segir að við ætlum að standa með Grindvíkingum,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við byggjum upp sameiginlega sjóði í þessu samfélagi til þess að geta brugðist við áföllum og ef sameiginlegir sjóðir eru ekki nýttir við þessar aðstæður þá veit ég ekki af hverju við erum að byggja upp sameiginlega sjóði.“ Þórdís segir hinsvegar að um sé að ræða flókið verkefni. Raunveruleikinn sé harður húsbóndi og að þurfa finni góðar leiðir í mikilli óvissu. Bæði sanngjarnt og skynsamlegt „Þannig að það sem þarf að gera þarf bæði að vera sanngjarnt og það þarf að vera skynsamlegt. Og það tekur tíma. En það er það sem við vinnum hörðum höndum að,“ segir ráðherra. „Og ég heyrði mjög vel hvað Grindvíkingar sögðu í gær. En verkefnið hefur breyst og nú kallar það á stórar ákvarðanir til lengri tíma en ekki skammtímaúrræði til skemmri tíma eins og við vorum að vona að myndu duga.“ Kalli á stærri ákvarðanir Voruð þið ekki búin að teikna þessa sviðsmynd upp? „Jú, það hefur verið unnið eftir því að þessi staða gæti komið upp. Annaðhvort að það myndi raunverulega hraun fara yfir bæinn eða að það væri ekki hægt að búa þar. En eins og ég segi þá hefur þessi eðlisbreyting orðið á verkefninu á bara örfáum sólarhringum og nú blasir við ný staða.“ Þórdís segir blasa við að ekki verði búið í Grindavík á næstunni. Það kalli á stærri ákvarðanir. Það sé sameiginlegt verkefni. „Við erum auðvitað með ríkissjóð, við erum með aðra sjóði. Fjármálastofnanir eru þarna með lán og svo framvegis. Það kallar á samstarf og samtal og þarna þarf að finna leiðir, sem eru þá bæði sanngjarnar og skynsamlegar. Stærðargráðan er þarna en eins og ég segi, við erum með sameiginlega sjóði til að mæta fólki í áföllum og þetta uppfyllir sannarlega þau skilyrði.“ Verða þá húsin keypt? „Eins og ég segi, þessi vinna er í fullum gangi og ég veit að fólkið bíður eftir svörum og við munum veita þau svör hratt og örugglega. En ég veit líka að orð mín vega þungt, sérstaklega þegar fólk kallar eftir svörum til að fá vissu í sitt líf. Við erum að vinna að því að eyða þessari óvissu og það mun skýrast mjög mjög fljótlega.“ Kalli á sérlög Áður hefur forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sagt í samtali við fréttastofu að núverandi reglur nái ekki yfir alla Grindvíkinga til að bæta þeim upp það tjón sem orðið hefur í bænum. Þórdís segir að staðan kalli á sérlög. Þarf að breyta lögum? „Þetta kallar klárlega á sérlög og nálgun sem auðvitað þarf að vinnast líka í samstarfi og samvinnu við þingið og fara í gegnum sínar nefndir og Alþingi sem er með fjárveitingarvald. Þetta er sameiginlegt verkefni og ég veit að það er þverpólitískur stuðningur við að gera það sem er rétt, það sem er sanngjarnt og það sem er skynsamlegt.“ Horfið þið til fordæma eins og Viðlagasjóðs sem kom til þegar að Heimaeyjargos varð? „Náttúruhamfaratryggingar eru í raun og veru afleiðing af því og svo erum við með ofanflóðavarnir en síðan erum við þarna með stöðu sem er, eins leið og ég er á því að tala um fordæmalausa stöðu, þá er þessi staða, hún er algjörlega fordæmalaus. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þeim aðstæðum sem eru í Grindavík. Og það kallar þá bara á nýja nálgun og að því erum við að vinna.“ Hvað með önnur lönd, eru þau að bjóða fram aðstoð sína? „Við höfum auðvitað alveg heyrt í kollegum og vinir okkar eru öll af vilja gerð. Þetta snýst um að geta hreyft sig hratt og þetta snýst auðvitað um að það mun þurfa frekara húsnæði en fyrst og fremst þarf fólk að fá vissu um að það geti tekið ákvarðanir sjálfstætt fyrir sig og sína fjölskyldu, fá stjórn á sínum örlögum og það er það sem við viljum geta veitt fólki en það þarf að gera það rétt og það þarf að gera það skynsamlega og það tekur tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar var rætt við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, fjármála-og efnahagsráðherra um stöðu Grindvíkinga í kjölfar náttúruhamfara í bænum. „Við höfum fundað í dag og auðvitað undanfarna daga og það hefur orðið algjör eðlisbreyting á verkefninu undanfarna örfáa sólarhringa. Ríkisstjórnin meinar það þegar hún segir að við ætlum að standa með Grindvíkingum,“ segir Þórdís Kolbrún. „Við byggjum upp sameiginlega sjóði í þessu samfélagi til þess að geta brugðist við áföllum og ef sameiginlegir sjóðir eru ekki nýttir við þessar aðstæður þá veit ég ekki af hverju við erum að byggja upp sameiginlega sjóði.“ Þórdís segir hinsvegar að um sé að ræða flókið verkefni. Raunveruleikinn sé harður húsbóndi og að þurfa finni góðar leiðir í mikilli óvissu. Bæði sanngjarnt og skynsamlegt „Þannig að það sem þarf að gera þarf bæði að vera sanngjarnt og það þarf að vera skynsamlegt. Og það tekur tíma. En það er það sem við vinnum hörðum höndum að,“ segir ráðherra. „Og ég heyrði mjög vel hvað Grindvíkingar sögðu í gær. En verkefnið hefur breyst og nú kallar það á stórar ákvarðanir til lengri tíma en ekki skammtímaúrræði til skemmri tíma eins og við vorum að vona að myndu duga.“ Kalli á stærri ákvarðanir Voruð þið ekki búin að teikna þessa sviðsmynd upp? „Jú, það hefur verið unnið eftir því að þessi staða gæti komið upp. Annaðhvort að það myndi raunverulega hraun fara yfir bæinn eða að það væri ekki hægt að búa þar. En eins og ég segi þá hefur þessi eðlisbreyting orðið á verkefninu á bara örfáum sólarhringum og nú blasir við ný staða.“ Þórdís segir blasa við að ekki verði búið í Grindavík á næstunni. Það kalli á stærri ákvarðanir. Það sé sameiginlegt verkefni. „Við erum auðvitað með ríkissjóð, við erum með aðra sjóði. Fjármálastofnanir eru þarna með lán og svo framvegis. Það kallar á samstarf og samtal og þarna þarf að finna leiðir, sem eru þá bæði sanngjarnar og skynsamlegar. Stærðargráðan er þarna en eins og ég segi, við erum með sameiginlega sjóði til að mæta fólki í áföllum og þetta uppfyllir sannarlega þau skilyrði.“ Verða þá húsin keypt? „Eins og ég segi, þessi vinna er í fullum gangi og ég veit að fólkið bíður eftir svörum og við munum veita þau svör hratt og örugglega. En ég veit líka að orð mín vega þungt, sérstaklega þegar fólk kallar eftir svörum til að fá vissu í sitt líf. Við erum að vinna að því að eyða þessari óvissu og það mun skýrast mjög mjög fljótlega.“ Kalli á sérlög Áður hefur forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands sagt í samtali við fréttastofu að núverandi reglur nái ekki yfir alla Grindvíkinga til að bæta þeim upp það tjón sem orðið hefur í bænum. Þórdís segir að staðan kalli á sérlög. Þarf að breyta lögum? „Þetta kallar klárlega á sérlög og nálgun sem auðvitað þarf að vinnast líka í samstarfi og samvinnu við þingið og fara í gegnum sínar nefndir og Alþingi sem er með fjárveitingarvald. Þetta er sameiginlegt verkefni og ég veit að það er þverpólitískur stuðningur við að gera það sem er rétt, það sem er sanngjarnt og það sem er skynsamlegt.“ Horfið þið til fordæma eins og Viðlagasjóðs sem kom til þegar að Heimaeyjargos varð? „Náttúruhamfaratryggingar eru í raun og veru afleiðing af því og svo erum við með ofanflóðavarnir en síðan erum við þarna með stöðu sem er, eins leið og ég er á því að tala um fordæmalausa stöðu, þá er þessi staða, hún er algjörlega fordæmalaus. Við höfum aldrei staðið frammi fyrir þeim aðstæðum sem eru í Grindavík. Og það kallar þá bara á nýja nálgun og að því erum við að vinna.“ Hvað með önnur lönd, eru þau að bjóða fram aðstoð sína? „Við höfum auðvitað alveg heyrt í kollegum og vinir okkar eru öll af vilja gerð. Þetta snýst um að geta hreyft sig hratt og þetta snýst auðvitað um að það mun þurfa frekara húsnæði en fyrst og fremst þarf fólk að fá vissu um að það geti tekið ákvarðanir sjálfstætt fyrir sig og sína fjölskyldu, fá stjórn á sínum örlögum og það er það sem við viljum geta veitt fólki en það þarf að gera það rétt og það þarf að gera það skynsamlega og það tekur tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent