Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 21:27 Rebekka Saidy var ekki sátt við svörin sem hún fékk fyrst frá Ölmu leigufélagi. Vísir Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. „Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“ Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
„Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“
Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira