Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:39 Fjöldi fólks var samankominn í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira