Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað á slaginu tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing en í nótt hætti að gjósa úr sprungunni norðan við Grindavík. 

Hann segir þó ljóst að eldsumbrotum sé hvergi nærri lokið á svæðinu og að á meðan á þeim standi sé Grindavík ekki öruggur staður. 

Þá ræðum við við Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindvavík en bæjarstjórnin hittist nú í hádeginu á fundi með ríkisstjórninni. 

Að auki verðum við í beinni með lögreglustjóranum á Suðurnesjum um aðgerðir í bænum. 

Einnig tökum við stöðuna á kjaraviðræðunum í landinu en Fagfélögin svokölluðu vilja fara aðra leið í samningum en stefnt er að hjá breiðfylkingunni sem nú semur við SA.

Í íþróttapakkanum verður EM í handbolta í forgrunni en í kvöld kemur í ljós hvort Íslendingar komist í milliriðil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×