Þeir íbúar sem þurfa að skila inn lyklum eru þeir sem búa í rauða og græna hverfinu samkvæmt rýmingarkorti Grindavíkur. Götulisti fylgir fréttinni.
„Mikil áhersla var lögð á þessa framkvæmd þar sem talsvert frost er á svæðinu og verður næstu daga. Því var nauðsynlegt var að fara í þessa aðgerð til að koma í veg fyrir mikið eða meira tjón á húsum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í tilkynningu.

Hún segir að íbúar sem búi í þeim húsum sem eigi að kanna geti komið með lykla að íbúðum sínum, annað hvort í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu við Tryggvagötu eða í húsnæði Brunavarna. Suðurnesja að Flugvöllum 33 í Reykjanesbæ. Íbúar eru hvattir til þess að koma með lyklana á þessa staði eins fljótt og auðið er. Móttaka lykla er á þessum tveimur stöðum til klukkan 17:00 í dag.
Í tilkynningu kemur fram að Almannavarnir hafa fengið til liðs við sig viðbragðsaðila pípulagningamanna til að skoða þau húsnæði sem eru á þessu skilgreinda svæði, það er vestan Víkurbrautar.
Þau sem ekki ná að koma með húslykla á þessa tvo skilgreindu staði geta komið með þá á íbúafund sem haldinn verður kl. 17:00 í dag í Laugardagshöllinni. Íbúar annarra svæða geta einnig komið með húslykla af sínum íbúðum á íbúafundinn.
Þær götur sem um ræðir eru:
• Skipastígur
• Árnastígur
• Vigdísarvellir
• Glæsivellir
• Ásvellir
• Gerðavellir
• Baðsvellir
• Selsvellir
• Litluvellir
• Sólvellir
• Hólavellir
• Blómsturvellir
• Höskuldarvellir
• Iðavellir
• Efstahraun
• Heiðarhraun
• Leynisbraut
• Hraunbraut
• Staðarhraun
• Hvassahraun
• Borgarhraun
• Leynisbrún
• Arnarhraun
• Skólabraut
• Ásabraut
• Fornavör
• Suðurvör
• Norðurvör
• Staðarvör
• Laut
• Dalbraut
• Sunnubraut
• Hellabraut
• Vesturbraut
• Kirkjustígur
• Verbraut