Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2024 12:00 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. „Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
„Við erum að sjá að það hefur dregið ansi mikið úr gosvirkni og sjáum greinilega að gossprungan sem opnaðist í hádeginu í gær alveg syðst, hún virðist alveg hætt að framleiða hraun, sem eru auðvitað góðar fréttir,“ segir Kristín Jónsdóttir á Veðurstofu Íslands og vísar þar til gossprungunnar sem opnaðist nær Grindavík. Hraun er hætt að streyma úr henni en þrjú hús urðu því að bráð og jaðar þess nær að því fjórða. Að neðan má sjá myndefni úr þyrluflugi yfir Grindavík fyrir hádegi. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar á fundi vísindamanna í morgun og Kristín segir þau sýna að enn séu hreyfingar á svæðinu. „Það er hreyfing yfir Grindavík, sem í rauninni þýðir að þar geta sprungur enn verið að opnast og þar er í raun mikil hætta þó að við lítum bara á sprungur og sprunguopnun,“ segir Kristín. Þrjú hús hafa orðið hrauninu að bráð við götuna Efrahóp en hraun er hætt að streyma úr sprungunni.Vísir Með sprungum, áttu þá við mögulegar gossprungur? „Í rauninni erum við að segja að það geti opnast nýjar gossprungur en svo eru líka þessar gliðnunarsprungur sem við búumst við að séu núna að stækka.“ Mikil aflögun sé í Grindavík. „Bjögun á jarðskorpunni og mikil víkkun sem á sér stað yfir ganginum. Þarna er að myndast sigdalur og sprungur að opnast. Það tognar á jarðskorpunni og verður samþöppun í kringum þennan sigdal,“ segir Kristín og bætir við að sigdalurinn gangi í gegnum Grindavík. Hraunflæði aukist hugsanlega aftur Dregið hefur úr virkni í stærri sprungunni fjær Grindavík sem er orðin slitrótt og hraun streymir úr einstaka opum. Kristín segir töluverða óvissu um framhaldið. „Og ekki útilokað að það sé töluvert kvikustreymi inn á þetta svæði þannig að hugsanlega eykst hraunflæðið aftur og við teljum þetta svæði vera mikið hættusvæði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira