„Ég er enginn dýrlingur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:31 Vinicius Junior fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Getty/Yasser Bakhsh Vinícius Júnior var allt í öllu þegar Real Madrid fór illa með Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi en Real liðið vann leikinn á endanum 4-1. Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius. Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Vinícius skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörk leiksins á fyrstu tíu mínútunum. Hann kom Real seinna í 3-1 með marki úr vítaspyrnu og skoraði því þrennu í fyrri hálfleiknum. Vinícius lenti í karpi við varamannabekk Barcelona seinna í leiknum og sjónvarpsvélarnar sýndu hann gefa merki um stöðuna í leiknum sem þá var 4-1 sem urðu síðan lokatölurnar. „Ég er leiður yfir þessu. Allir vilja rífast við mig af því þau vita að blöðin munu skrifa: Vini gerði þetta, Vini gerði hitt. Ég reyni bara að halda ró minni og halda einbeitingunni til að gera eins vel og ég get. Þetta snýst ekki bara um mig,“ sagði Vinícius. ESPN segir frá. Vinicius Jr: Everyone wants to fight me. I try my best to stay focused . I m not a saint. Sometimes I talk too much, sometimes I do dribbles that I don t have to do and I want to learn . I'm here for that, to learn . pic.twitter.com/ZcYTQClBR3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2024 Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég er enginn dýrlingur. Stundum tala ég of mikið, stundum reyndi ég að sóla menn þegar ég á ekki að gera það. Ég er samt hérna til að bæta mig og ég vil vera fyrirmynd fyrir krakkana. Ég vil gera betur,“ sagði Vinícius. Vinícius fagnaði eins og Cristiano Ronaldo eftir fyrsta markið sitt en leikurinn var spilaður á Al-Awwal Park sem er heimavöllur núverandi liðs Ronaldo, Al-Nassr. „Fögnuðurinn var fyrir Cris. Hann er átrúnaðargoðið mitt og hann er að spila hérna núna. Ég er mjög ánægður með það sem við gerðum hér í kvöld. Það er ekki auðvelt að vinna Barcelona og mjög erfitt að vinna þá 4-1. Þetta var nánast fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Vinícius.
Spænski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira