„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2024 11:31 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. „Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Þetta er sviðsmynd sem við vorum að vonast til að myndi alls ekki raungerast. En við vorum samt auðvitað meðvituð um að þessi hætta væri fyrir hendi,“ segir Guðrún. Þegar fréttastofa náði af henni tali var hún á leið í Skógarhlíð í samhæfingarmiðstöð Almannavarna. „Við þurfum að reyna vernda heita og kalda vatnið auk rafmagns í Grindavík. Það er orðið kalt og ef við missum það er hætt við að skemmdir á eignum geti orðið og geti orðið miklar. Það þarf að fara vel yfir hvernig við munum fara að verðmætabjörgun.“ „Það er ekkert að sjá“ Líkt og Almannavarnir og lögregla hafa gert, biðlar Guðrún til fólks að fara ekki af stað til að freista þess að sjá gosið. „Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að fólk fari ekki til Grindavíkur, það er ekkert að sjá. Fólk á að forðast þetta svæði og gefa viðbragðsaðilum rými til að einbeita sér að þessu verkefni. Eins og komið hefur fram í morgun er fólk þegar komið að stað til að reyna að sjá, en þetta er ekki staður til þess í dag.“ Þá segir hún hug sinn hjá íbúum Grindavíkur. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikið áfall og hlýtur að vera ólýsanlega erfitt fyrir Grindavíkinga að hafa vaknað upp við þessi ótíðindi.“ Tíðindi gærdagsins undirstriki alvarleika málsins Grindvíkingar hafa margir mótmælt áformum sem kynntar voru í gær um að rýma bæinn í þrjár vikur, frá og með mánudegi. Guðrún segir aðstæðurnar sem nú eru komnar upp undirstriki alvarleika málsins. „Ég vil benda á að þær ákvarðanir sem við tökum eru ekki teknar að tómarúmi. Þær eru teknar að vel ígrunduðu máli við okkar færustu vísindamenn. Ríkisslögreglustjóri tók þessa ákvörðun, ekki einstaka ráðherra. Málið hafi veri rætt í ríkisstjórn við alla ráðherra og segir Guðrún hafa verið mikinn einhug um aðgerðirnar. Guðrún biðlar til fólks að halda ró sinni. „Við ráðum því miður lítið við náttúruna. Hún fer sínu fram og við erum óskaplega vanmáttug í að reyna stýra náttúruöflum á Íslandi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira