Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 17:55 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók til máls á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur. Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Leit að karlmanni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu við jarðvegsvinnu í Grindavík var hætt í gær. Í kjölfarið var boðað til upplýsingafundar sem fram fór seinni partinn í dag. Á fundinum var farið yfir nýtt áhættumat Almannavarna en í því fólst fyrirskipun um brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og um að banna alla starfsemi í bænum. Þessi ráðstöfun tekur gildi klukkan 19 á mánudaginn. Sjá einnig: Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík „Ákvörðunin byggir á áhættumati ríkislögreglustjóra þar sem horft hefur verið til þess á að allra síðustu dögum hefur komið í ljós að við vitum minna um sprungur undir Grindavík en við héldum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.Hún segir ákvörðunina því eingöngu byggja á þeirri hættu sem er á svæðinu og slíkar ákvarðanir séu ekki teknar í tómarúmi. Þá lýsir hún viðbragði Almannavarna við náttúruhamförunum í Grindavík sem einu því umfangsmesta í Íslandssögunni. Brottflutningurinn ólíkur rýmingunni Áður en slysið varð dvöldust níutíu prósent íbúa Grindavíkur utan Grindavíkur og starfsemi í bænum hefur verið með minnsta móti, að sögn Guðrúnar. Því sé brottflutningurinn sem um ræðir núna ólíkur þeirri rýmingu sem gripið var til í skyndi að næturlagi þann 10. nóvember síðastliðinn. Guðrún segir markmiðið núna vera að tryggja öryggi íbúa með því að skanna og tryggja undirstöður bæjarins. Bygging varnargarða muni halda áfram og vonast sé til þess að með tíð og tíma geti Grindvíkingar snúið aftur til bæjarins og dvalið þar í öryggi. „Rannsóknir á sprungum í bæjarlandinu og bygging varnargarða eru stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík,“ segir Guðrún Unnið að skamm- og langtímalausnum Að ræðu Guðrúnar lokinni gafst blaðamönnum kostur að spyrja hana og Víði spurninga um brottflutninginn. Aðspurður hvers vegna þessi tiltekni tímarammi, mánudagur klukkan sjö, hafi verið ákveðinn segir hann að eðlilegt væri að gefa íbúum ráðrúm fyrir húsnæðismál. Eins þeirri starfsemi sem er í bænum að hafa mánudaginn til þess að ganga frá sínum málum. Þá kom fram að í samvinnu við Rauða Krossinn vinni Almannavarnir nú að skammtímalausn fyrir þá íbúa sem dvalið hafa í bænum síðustu daga. Guðrún segir ríkisstjórnina nú þegar falið leigufélaginu Bríeti að kaupa sjötíu íbúðir. Sömuleiðis verði auglýst eftir áttatíu íbúðum strax í dag. Leigufélagið Bjarg sé nú þegar búið að kaupa 27 íbúðir sem ætlaðar eru fyrir tekjulægri fjölskyldur.
Grindavík Náttúruhamfarir Almannavarnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira