Segir söluhrun á degi einhleypra eiga sér eðlilegar skýringar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 07:47 Brynja Dan er forsprakki Dags einhleypra á Íslandi. Aðsend Brynja Dan, forsprakki dags einhleypra á Íslandi og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Garðabæ, segir söluhrun á þessum afsláttadegi á síðasta ári eiga sér eðlilegar skýringar. Sé litið til sölu yfir dagana þrjá í kringum 11. nóvember sé ljóst að salan sé enn gríðarlega mikil. Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun. Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Vísir greindi frá því í vikunni að netverslun á svokölluðum Singles Day hafi dregist saman um tæp 40% milli ára og í verslun hafi samdrátturinn veruð tæp 16%. Þetta var niðurstaða rannsóknar Rannsóknarseturs verslunarinnar sem birti tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem sagði að dagur einhleypra hefði hrunið í vinsældum. Töldu menn hjá setrinu líklega skýringu þá að dagurinn hitti á laugardag á síðasta ári en hann er fastsettur 11. nóvember ár hvert. Heildarverslun á Singles Day nam 984 milljónum króna en föstudaginn fyrir Singles Day nam heildarverslun 1,02 milljarði króna og virðast Íslendingar þannig viljugri til að strauja kortið á föstudögum. 11. nóvember 2022 nam netverslun 1,6 milljarði króna. „Það er vitað mál og í takt við allar spár að salan á sjálfum degi einhleypra, sem árlega er 11. nóvember, yrði minni árið 2023. Það á sér þær eðlilegu skýringar að dagurinn kom nú upp á laugardegi og er alvitað að sá vikudagur er alltaf erfiðastur þegar kemur að netverslun,“ segir í yfirlýsingu Brynja Dan. „Þar sem við erum alltaf á tánum brást ég að sjálfsögðu við þeirri staðreynd í samstarfi við þau fjölmörgu fyrirtæki sem tóku þátt í deginum. Singles Day tilboðin urðu því virk föstudaginn 10. nóvember og voru virk út sunnudaginn 12. nóvember.“ Brynja segir þessa breytingu hafa verið auglýsa vel til þess að neytendur gætu notið tilboðanna og sparað nokkra aura. Í grunninn sé rétt að salan hafi hrunið á sjálfum degi einhleypra. „Þess má samt geta að salan á þeim tilboðum sem dagur einhleypra og samstarfsfyrirtækin buðu neytendum upp á hrundi bara alls ekki neitt og er dagurinn hreinlega ennþá með virkni á við ekkert minna en tvíhleypu,“ skrifar Brynja í yfirlýsingunni. „Í því samhengi er vert að koma á framfæri að velta Netgíró var hærri þessa þrjá daga árið 2023 en sömu daga árið á undan.“ Hún segir að henni þyki afar vænt um þetta verkefni og vonast eftir vandaðri og sanngjarnri umfjöllun.
Neytendur Verslun Tengdar fréttir Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00 Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31 Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Nægjusamur nóvember – Taktu þátt! Ömmur okkar og afar lifðu oft við þröngan kost, nægjusemi var dyggð og þeim lífsnauðsynleg. Neyslumöguleikar okkar í dag virðast nær takmarkalausir og aðallega háðir því hvort við höfum efni á þeim, ekki endilega hvort við höfum þörf á þeim eða einlægan áhuga. 1. nóvember 2023 08:00
Tilboðskvíðinn raunverulegur Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. 11. nóvember 2022 21:31
Afsláttardagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“ Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum. 11. nóvember 2022 12:46