Skorar á Fjarðabyggð að draga til baka stuðning við jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2024 23:33 Fyrirhugaður munni Fjarðarheiðarganga í Seyðisfirði. Vegagerðin Forsvarsmaður undirskriftasöfnunar um breytta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum, Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson, skorar á bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar að draga til baka stuðning Fjarðabyggðar innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi við Fjarðarheiðargöng. Jafnframt hvetur hann þá til þess að fara fram á nýja úttekt á gangnakostum á Mið-Austurlandi. Mjófirðingurinn vekur athygli á því í yfirlýsingu að yfir eittþúsund undirskriftir séu komnar til stuðnings áskorun til samgönguyfirvalda um að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Einu samgöngurnar þangað að vetrarlagi eru sjóleiðis með báti frá Norðfirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar landleiðina.Einar Árnason „Einnig sendi ég opið bréf á alla kjörna fulltrúa Fjarðabyggðar þar sem er skorað á þá að draga samþykki innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um að Fjarðarheiðargöng verði næst á samgönguáætlun til baka og fari fram á að ný úttekt verði gerð á gangnakostum á Mið-Austurlandi og Fjarðagöng verði sett í forgang á samgönguáætlun,“ segir Erlendur Magnús, sem búsettur er á Norðfirði. Tvenn jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli byggða Mið-Austurlands, rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar og tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við þjóðvegakerfið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Undirskriftasöfnunina hóf hann á vefsíðunni Ísland.is þann 23. nóvember síðastliðinn. Söfnuninni lýkur þann 1. febrúar næstkomandi. Fjallað var um þann ágreining sem er meðal Austfirðinga um jarðgangakostina í þættinum Ísland í dag í fyrra. Þáttinn má sjá hér: Jarðgöng á Íslandi Fjarðabyggð Múlaþing Samgöngur Vegagerð Byggðamál Tengdar fréttir Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09 Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 15. júlí 2023 19:17 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Telja sig vita hvernig maðurinn lést „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
Mjófirðingurinn vekur athygli á því í yfirlýsingu að yfir eittþúsund undirskriftir séu komnar til stuðnings áskorun til samgönguyfirvalda um að setja Fjarðagöng í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. Séð yfir byggðina í Mjóafirði. Einu samgöngurnar þangað að vetrarlagi eru sjóleiðis með báti frá Norðfirði. Fjarðagöng myndu rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar landleiðina.Einar Árnason „Einnig sendi ég opið bréf á alla kjörna fulltrúa Fjarðabyggðar þar sem er skorað á þá að draga samþykki innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um að Fjarðarheiðargöng verði næst á samgönguáætlun til baka og fari fram á að ný úttekt verði gerð á gangnakostum á Mið-Austurlandi og Fjarðagöng verði sett í forgang á samgönguáætlun,“ segir Erlendur Magnús, sem búsettur er á Norðfirði. Tvenn jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð skapa hringleið milli byggða Mið-Austurlands, rjúfa vetrareinangrun Mjóafjarðar og tryggja Seyðisfirði láglendistengingu við þjóðvegakerfið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Undirskriftasöfnunina hóf hann á vefsíðunni Ísland.is þann 23. nóvember síðastliðinn. Söfnuninni lýkur þann 1. febrúar næstkomandi. Fjallað var um þann ágreining sem er meðal Austfirðinga um jarðgangakostina í þættinum Ísland í dag í fyrra. Þáttinn má sjá hér:
Jarðgöng á Íslandi Fjarðabyggð Múlaþing Samgöngur Vegagerð Byggðamál Tengdar fréttir Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09 Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 15. júlí 2023 19:17 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Telja sig vita hvernig maðurinn lést „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Gæti náð 24 stigum þar sem best lætur Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Sjá meira
Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun. 25. nóvember 2023 09:09
Hringtenging með göngum nauðsynleg Nauðsynlegt er að ráðast í göng milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og Mjóafjarðar og Norðfjarðar um leið og göng yfir Fjarðarheiði líta dagsins ljós, svo hægt sé að ná hringtengingu á Austurlandi, ellegar sé erfitt að líta á svæðið sem eitt sameiginlegt atvinnusvæði. Þetta segir sveitastjóri Múlaþings. Skynsamlegast væri að fylgja Færeyingum í gangagerð. 15. júlí 2023 19:17
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48
Tvenn göng á Mið-Austurlandi áætluð sjö milljörðum ódýrari Ákvörðun um lengstu og dýrustu veggöng Íslands, Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar, bíður Alþingis núna á vordögum. Annar valkostur, sem margir Austfirðingar hallast fremur að, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, yrði hins vegar sjö milljörðum króna ódýrari, að mati Vegagerðarinnar. 25. apríl 2023 21:10
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. 11. apríl 2023 21:51