„Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 22:08 Frá vettvangi í Grindavík í kvöld. Vísir/Sigurjón Björgunarsveitir hafa hafið leit á ný að manni sem féll niður í sprungu í Grindavík í dag. Leitin fer þannig fram að tveir og tveir leita í einu, með því að síga ofan í sprunguna í körfu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu. „Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Það er búið að tryggja vettvang á þann hátt að það er alveg óhætt að senda fólk aftur niður,“ segir Jón Þór sem útskýrir að öryggi leitarfólksins sé í fyrirrúmi. „Aðstæður á svæðinu eru mjög erfiðar,“ bætir hann við. „Það er aðallega vegna þess hvernig sprungan er. Þetta er bara mjög krefjandi verkefni. Það er í stöðugu mati, öryggi fólks á svæðinu.“ Mannskapur hefur verið boðaður út bæði fyrir nóttina og morguninn, ef þörf verður á því. „Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist.“ Að sögn Jóns er sprungan þess eðlis að hún opni í stærra rými sem er ekki sýnilegt að ofan. Hann segist hafa upplýsingar um það hvert rúmmál sprungunnar, og þar með leitarsvæðisins, sé talið vera. Mannskapur hefur bæði verið boðaður fyrir nóttina og fyrir morgundaginn.Vísir/Sigurjón Lögreglu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun þess efnis að maður sem hafði verið við störf við jarðvegsvinnu á svæðinu hefði fallið ofan í sprungu sem myndaðist þegar jörð gaf sig, en enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn hafði verið að vinna að því að fylla í sprungu við hús sem sendur við Vesturhóp í Grindavík með það að markmiði að tryggja öryggi umhverfisins og hússins sem stóð við sprunguna. Greint var frá því um eittleytið í dag að verkfæri mannsins hefðu fundist við leitina. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst svokölluð jarðvegsþjappa.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06 Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01 Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13 Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Sjá meira
„Jörðin bara opnast undir fótum hans“ Karlmanns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag er enn leitað. Aðstæður í bænum eru sagðar hættulegar fyrir björgunarfólk. Lögreglustjóri á Suðurnesjum lýsir slysinu þannig að jörðin hafi opnast undan manninum og hann hafi ekki ráðið við aðstæður. Hans verði leitað í alla nótt gerist þess þörf. 10. janúar 2024 19:06
Stefna á að fara aftur niður sprunguna í kvöld Björgunaraðilar í Grindavík stefna að því að senda björgunarmenn niður sprungu í Grindavík á nýjan leik í leit að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprunguna í morgun. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. 10. janúar 2024 18:01
Fresta íbúafundi vegna leitarinnar Grindavíkurbær hefur ákveðið að fresta íbúafundi sem var á dagskrá á morgun. Ástæðan er sögð „hörmulegt slys“ sem átti sér stað í dag. 10. janúar 2024 16:13
Stækka sprunguna með gröfu Verkfæri manns sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindvík í morgun fundust ofan í sprungunni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir allt benda til þess að maðurinn hafi farið ofan í sprunguna ásamt verkfærunum. Maðurinn hafði verið einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Hans er enn leitað. 10. janúar 2024 13:09