Þrjú rauð spjöld og skotblysaslagur í ítalska bikarnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. janúar 2024 19:09 Hér sjást aðdáendur AS Roma munda skotblys og reyksprengjur fyrir leik gegn erkifjendum sínum, Lazio. Ivan Romano/Getty Images Nágrannaliðin Lazio og AS Roma áttust við í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri Lazio, Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, þrír leikmenn fengu svo að líta rautt spjald á lokamínútunum. Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins. Ítalski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Mikil eftirvænting var meðal áhorfenda eins og alltaf þegar þessir tveir erkifjendur mætast. Fyrir leik mátti sjá tvo hópa beina skotblysum að hvorum öðrum, við litla hrifningu öryggisvarða og lögreglu. Oh it’s happening #LazioRoma 🧨 pic.twitter.com/mxyJF4h7Ta— Wayne Girard (@WayneinRome) January 10, 2024 Annars dró lítið til tíðinda í fyrri hálfleiknum. Paulo Dybala fór meiddur af velli í hálfleik, alvarleiki meiðslanna liggur ekki enn fyrir. Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði aðstoðardómari í VAR herberginu leikinn og dæmdi vítaspyrnu, Lazio í vil. Mattia Zaccagni fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Mikill hiti var innan sem utan vallar á leiknum í kvöld, í kjölfar vítaspyrnudómsins var töluvert um ágreining og orðaskipti milli leikmanna. Fjórir fengu að líta guld spjald, tveir úr hvoru liði. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á lokamínútum leiksins, Rómverjar reyndu að sækja jöfnunarmarkið og Lazio liðið reyndi að hægja á leiknum og tefja hann eins mikið og mögulegt var. Luca Pellegrini og Pedro, leikmenn Lazio, fengu báðir gult fyrir leiktöf, sá síðarnefndi fékk svo rautt spjald fyrir að mótmæla gula spjaldinu sínu. Rómverjar voru þrátt fyrir það ekki sáttir með dómara leiksins, Sardar Azmoun og Gianluca Mancini fengu báðir beint rautt spjald fyrir orðaskipti við dómarann. Allt kom það fyrir ekkert, engin fleiri mörk litu dagsins ljós og Lazio heldur áfram í undanúrslit bikarsins.
Ítalski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira