Óöld í Ekvador Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 12:37 Forseti Ekvador hefur sett á sextíu daga útgöngubann og skipað hernum að gera út af við á þriðja tug glæpagengja. AP/Cesar Munoz Forseti Ekvador hefur lýst yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu þar í landi í kjölfar þess að alræmdur leiðtogi glæpagengis hvarf úr fangelsi. Skotbardagar hafa átt sér stað víðs vegar um landið, sprengingar og umfangsmikil rán. Þá hafa fangar hafið óeirðir í nokkrum fangelsum Ekvador á undanfarinni viku. Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla. Ekvador Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Í gær ruddust svo vopnaðir menn inn í upptökuver hjá miðlinum TC í borginni Guayaquil í gær og tóku þar fólk í gíslingu. Daniel Noboa, forseti hefur því lýst yfir sextíu daga neyðarástandi en það felur í sér landlægt útgöngubann og gerir hernum kleift að vakta götur landsins og taka yfir stjórn fangelsa. Talið er að glæpagengi stjórni í raun allt að fjórðungi fangelsa Ekvador. Þúsundir lögreglumanna og hermanna hafa verið kallaðir út til að leita að glæpaleiðtoganum alræmda, Adolfo Macías, samkvæmt frétt New York Times. Ríkisstjórn Ekvador hafði nýverið gefið út þá skipun að Macías yrði fluttur í hámarksöryggisfangelsi, sem talið er að hafa leitt til þess að hann flúði. Forsetinn hefur skipað hernum að gera útaf við á þriðja tug glæpagengja í Ekvador og kallaði hann þau hryðjuverkasamtök. Glæpir og áhrifamikil glæpagengi hafa lengi veið mikið vandamál í Ekvador en ofbeldisglæpir eru hvergi í Suður-Ameríku jafn tíðir og þar. Í kosningabaráttu sinni tók Noboa sérstaklega harða afstöðu í glæpamálum. Annar forsetaframbjóðandi var myrtur í ágúst en hann sagði nokkrum dögum áður en hann dó að honum hefði borist hótanir vegna gagnrýni hans á glæpasamtök og fyrrverandi ríkisstjórn landsins. Sjá einnig: Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador Í frétt CNN segir að átta hafi dáið í borginni Guayaquil í gær og tveir lögregluþjónar hafi dáið í borginni Nobol. Þá hafi tíu verið handteknir í borginni Machala í gær þegar þrír lögregluþjónar voru frelsaðir úr haldi glæpamanna. Fyrr í gær hafði lögreglan sagt að sjö lögregluþjónar hefðu verið teknir í gíslingu í þremur borgum Ekvador. Þá sagði lögreglan í morgun að búið væri að handtaka rúmlega sjötíu manns frá því neyðarástandinu var lýst yfir og leggja hald á átta sprengjur, fimmtán bensínsprengjur, níu byssur, skotfæri, sex mótorhjól og sex bíla.
Ekvador Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira