„Þetta mun klárlega koma til með að hefta hraunrennsli inn á þetta svæði, svo lengi sem menn fara eftir öllum reglum þá sé ég enga ástæðu til að loka þessu kyrfilega,“ segir hann aðspurður um opnun á Bláa lóninu.
„En það fylgir náttúrulega að þau í Bláa lóninu verða að vera skothöld plön um það hvernig þau ætla að koma fólki í burtu.“
Ármann segir öryggi Grindavíkurbæjar einnig aukast verulega með tilkomu varnargarðanna. „Þá eru engar líkur á því að hraun askvaðandi niður í bæ einn, tveir og þrír. Það er alveg búið að skrúfa fyrir það með þessum görðum fyrir ofan. Þannig það er klárt að öryggið eykst stórlega. Og líf í Grindavík ætti að færast nær eðlilegum skorðum.“
Svo virðast sem að það styttist í annað gos á Reykjanesskaga að sögn Ármanns. Landris og kvikuinnflæði við Svartsengi virðist vera að aukast á ný.
„Þetta þýðir náttúrulega það að við erum enn þá að fá kviku, sem kemur inn og safnast enn á þennan sama stað undir Svartsengi þar sem við erum með mesta landrisið,“ segir Ármann, sem telur líklegt að nýtt gos myndi koma upp á sama stað og það síðasta. Það væri jákvætt að hans mati.