Handbolti

Allir and­­stæðingar Ís­lands í C-riðli töpuðu æfinga­leikjum sínum í dag

Siggeir Ævarsson skrifar
Ungverjar verjast sókn Danmerkur á síðasta Evrópumóti
Ungverjar verjast sókn Danmerkur á síðasta Evrópumóti Vísir/Getty

Verðandi andstæðingar Íslands komandi Evrópumóti í handbolta riðu ekki feitum hesti frá æfingaleikjum sínum í dag en öll liðin töpuðu sínum leikjum. Ungverjar áttu síðasta leikinn gegn Tékklandi sem þeir töpuðu með einu marki.

Liðin buðu upp á æsispennandi leik í dag og oftar en ekki var jafnt á öllum tölum og staðan í hálfleik 12-12. Ungverjar hófu seinni hálfleikinn betur og náðu upp þriggja marka forskoti, 18-15, en það var mesti munurinn sem varð á liðinum í dag.

Eftir það skiptust liðin á því að taka forystuna og þegar 25 sekúndur voru til leiksloka jöfnuðu Ungverjar leikinn enn á ný, 25-25. Tékkar áttu þó síðasta orðið og tryggðu sér eins marks sigur þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×