Frá þessu er greint á erlendum miðlum en alls voru 84 myrt í árásinni sem átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram.
Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda.
Á vef breska ríkisútvarpsins segir að ISIS hafi lýst yfir ábyrgð á árásinni á stöð sinni á samskiptamiðlinum Telegram. Hópurinn hafi svo birt mynd af tveimur mönnum á fréttasíðu sinni sem hafi sagst ábyrgir fyrir árásinni.
Í frétt þeirra kom fram að fyrsta sprengjan hafi verið sprengd í hópi fólks og sú seinni tuttugu mínútum seinna. Mennirnir eru nafngreindir í frétt ISIS en á vef BBC segir að um sé að ræða algeng nöfn og ekki sé hægt að greina út frá þeim hvort mennirnir hafi verið frá Íran eða erlendir ríkisborgarar.