Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 11:45 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir. Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir.
Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16
Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49