Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 11:45 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Ívar Fannar Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir. Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Land hefur haldið áfram að rísa við Svartsengi, þótt það hafi hægt verulega á því síðustu daga. Svipuð atburðarás átti sér stað fyrir eldgosið í Sundhnúksgígum um miðjan desember. Vill varnargarða í Hafnarfirði Í gær varð stór skjálfti, ekki við Svartsengi, heldur í Trölladyngju sem er mitt á milli Grindavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt jarðfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni hafa orðið um 640 skjálftar síðan þá en þeim fór mjög hratt fækkandi. Ekki er hægt að sjá nein skýr merki um að breyting hafi orðið á stöðunni í Svartsengi við skjálftann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ræddi skjálftann og hvað hann gæti þýtt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagðist hann vilja skoða hvort setja eigi upp eldgosavarnir við vestasta part Hafnarfjarðar, þar sem skjálftinn gæti þýtt gos nærri bænum á næstu árum. Ekki tímabært Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það ekki tímabært að ræða garða fyrir höfuðborgarsvæðið þar sem enn verið er að vinna að heildarhættumati vegna eldgosahættu á svæðinu. „Þessi vinna við hættumat vegna eldfjalla á Íslandi hófst árið 2012 og hefur verið unnið í því síðan. Það er komið fyrir nokkra staði og byrjaði, ég man ekki hvort það sé komið rúmt ár síðan þegar það byrjaði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er verið að vinna þetta eins hratt og hægt er. Það er fjöldi vísindamanna sem kemur að því,“ segir Víðir. Nokkrir eldfjallafræðingar hafa einmitt kallað eftir því að slíkt hættumat sé gert en það kemur Víði á óvart að þeir skuli ekki vita af því að vinna við það sé löngu hafin. „Við vitum hvar það getur gosið að einhverju leyti og þekkjum það alveg. Það er hægt að herma hraun frá þeim stöðum og svoleiðis en hættumatið er grunnurinn á öllu sem við erum að gera. Það er verið að vinna í því á fullu,“ segir Víðir.
Hafnarfjörður Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16 Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. 4. janúar 2024 10:16
Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. 4. janúar 2024 10:49