Millimetrarnir sem breyttu úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2024 11:30 Eins og sjá má var Luke Littler nokkrum millimetrum frá því að taka 112 út í oddalegg í sjöunda setti í úrslitaleiknum gegn Luke Humphries. Luke Humphries varð heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn í gær eftir sigur á ungstirninu Luke Littler, 7-4, í úrslitaleik í Alexandra höllinni í London. Úrslitin hefðu samt hæglega getað orðið önnur ef Littler hefði komist í 5-2 eins og hann var hársbreidd frá því að gera. Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu. Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Humphries vann tvö af fyrstu þremur settunum í úrslitaleiknum í gær en þá tók Littler yfir, vann þrjú sett í röð og komst í 4-2. Hann fékk svo tækifæri til að komast í 5-2 í oddalegg í sjöunda setti. Littler þurfti að taka 112 út og negldi síðustu pílunni í átt að tvöföldum tveimur reitnum. Pílan hafnaði hins vegar röngu megin við vírinn og Littler mistókst því að taka 112 út. Engu mátti muna eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. HUMPHRIES HANGING IN THERE!A dramatic ending to set seven!Luke Littler misses D2 for a 5-2 lead, allowing Luke Humphries to halve the deficit! https://t.co/f3RU9WTIoD#WCDarts | Final pic.twitter.com/lMUtpwstMP— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2024 Humphries nýtti sér þetta, tók 28 út með því að kasta pílunni í tvöfaldan fjórtán reitinn og vann settið, 4-3. Hann leit aldrei um öxl eftir þetta, vann næstu fjögur sett og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Hinn sextán ára Littler varð að gera sér 2. sætið að góðu en hann mun eflaust svekkja sig í einhvern tíma á því að hafa ekki tekist að setja píluna í tvöfaldan tvo og komast þar með í 5-2 í úrslitaleiknum. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler eftir tapið í gær. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni.“ Fyrir sigurinn á HM fékk Humphries hálfa milljón punda í verðlaunafé. Það jafngildir rúmlega 87,6 milljónum íslenskra króna. Littler fékk aftur á móti tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir króna) fyrir 2. sætið á mótinu.
Pílukast Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira