„Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 08:00 Luke Humphries var hrærður í lokin og hér sést hann þakka Luke Littler fyrir úrslitaleikinn. Getty/Tom Dulat Luke Humphries er besti pílukastari heims í dag og á því er enginn vafi. Hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í gær með sigri á undrabarninu Luke Littler. Humphries hafði áður komist í efsta sæti heimslistans með því að komast í úrslitaleikinn og hefur nú unnið fjóra stóra titla á síðustu mánuðum. Hinn sextán ára gamli Littler stóð sig vel í fyrstu heimsókn sinni á stærsta sviðið og var meðal annars 4-2 yfir í settum en þá fór Humphries í gang og tryggði sér titilinn með því að vinna fimm sett í röð. Humphries vann sér inn fimm hundruð þúsund pund í verðlaunafé eða meira en 87,6 milljónir íslenskra króna. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður,“ sagði sigurreifur Luke Humphries við Sky Sports eftir að úrslitin voru ljós. "There was a time in my life when I was really depressed..." Luke Humphries explains what he's been through ahead of becoming world champion pic.twitter.com/IAgZHsR8qu— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 3, 2024 Ævintýri táningsins endaði því í gær en Humphries spáir stráknum miklum frama í næstu framtíð. „Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna. Hann er ótrúlegur leikmaður. Þegar ég var að nálgast sigurinn þá hélt hann alltaf áfram. Ég er stoltur af spilamennsku minni í kvöld,“ sagði Humphries. Ungstirnið fékk líka mikið hrós frá honum. „Hann er ótrúlegt efni og ég varð því að vinna þennan leik í kvöld. Ég er viss um það að hann mun vinna marga titla í framtíðinni,“ sagði Humphries. Hann viðurkenndi að síðasta kastið reyndi á taugarnar. „Hendurnar mínar skulfu áður en ég náði tvöföldu áttunni í lokin en þetta datt fyrir mig. Ég er heimsmeistari og númer eitt á heimslistanum. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Humphries. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni,“ sagði Littler. Hann hoppar upp um 130 sæti á heimslistanum og komst inn á topp 32. Pílukast Tengdar fréttir Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32 Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01 Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31 Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32 Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Littler stóð sig vel í fyrstu heimsókn sinni á stærsta sviðið og var meðal annars 4-2 yfir í settum en þá fór Humphries í gang og tryggði sér titilinn með því að vinna fimm sett í röð. Humphries vann sér inn fimm hundruð þúsund pund í verðlaunafé eða meira en 87,6 milljónir íslenskra króna. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður,“ sagði sigurreifur Luke Humphries við Sky Sports eftir að úrslitin voru ljós. "There was a time in my life when I was really depressed..." Luke Humphries explains what he's been through ahead of becoming world champion pic.twitter.com/IAgZHsR8qu— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 3, 2024 Ævintýri táningsins endaði því í gær en Humphries spáir stráknum miklum frama í næstu framtíð. „Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna. Hann er ótrúlegur leikmaður. Þegar ég var að nálgast sigurinn þá hélt hann alltaf áfram. Ég er stoltur af spilamennsku minni í kvöld,“ sagði Humphries. Ungstirnið fékk líka mikið hrós frá honum. „Hann er ótrúlegt efni og ég varð því að vinna þennan leik í kvöld. Ég er viss um það að hann mun vinna marga titla í framtíðinni,“ sagði Humphries. Hann viðurkenndi að síðasta kastið reyndi á taugarnar. „Hendurnar mínar skulfu áður en ég náði tvöföldu áttunni í lokin en þetta datt fyrir mig. Ég er heimsmeistari og númer eitt á heimslistanum. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Humphries. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni,“ sagði Littler. Hann hoppar upp um 130 sæti á heimslistanum og komst inn á topp 32.
Pílukast Tengdar fréttir Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32 Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01 Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31 Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32 Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Sjá meira
Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32
Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01
Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31
Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32
Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31