Leikurinn var hluti af 16-liða úrslitum ítalska bikarsins og fór hann fram á heimavelli Roma í höfuðborg Ítalíu. Gestirnir frá Cremonese náðu forystunni á 37. mínútu með marki Frank Tsadjout en liðið leikur í næst efstu deild á meðan Roma er í 7. sæti Serie A.
Staðan í hálfleik var 1-0 og hélst þannig lengi vel í síðari hálfleiknum. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem Romelo Lukaku jafnaði metin og Paolo Dybala kom heimamönnum síðan í 2-1 úr vítaspyrnu á 85. mínútu.
Það urðu lokatölur leiksins og Roma því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins. Fyrr í dag vann Atalanta 3-1 sigur á Sassuolo og tryggði sér einnig sæti áfram og þá mætir Juventus liði Salernitana á morgun í síðasta leik 16-liða úrslita.