Eftirlaun Guðna allt önnur en Ólafs Ragnars og Vigdísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 16:02 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á góðri stundu með dóttur sinni og eiginkonu. Þeim stundum mun væntanlega fjölga þegar hann lætur af embætti. Vísir/Hanna Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti í sumar. Hann nýtur ekki aukinna réttinda þegar kemur að eftirlaunum fyrir að hafa gegnt embætti forseta Íslands. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Guðni tilkynnti í nýársávarpi sínu að hann ætlaði að láta staðar numið sem forseti í sumar eftir átta ára forsetatíð. Virtist sem flestir hefðu gert ráð fyrir því að Guðni sæti sem fastast eitt kjörtímabil í viðbót. Guðni á rétt á biðlaunum, fullum forsetalaunum, í sex mánuði eftir að hann lætur af embætti. Ólíkt forverum sínum í embætti á Guðni ekki rétt á að fá eftirlaun forseta Íslands þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. Guðni 55 ára og ekki kominn á eftirlaunaaldur eins og var tilfellið með Ólaf Ragnar Grímsson og Vigdísi Finnbogadóttur. Forseti Íslands naut áður sérstakra lífeyriskjara ásamt ráðherrum og alþingismönnum en þau lög voru afnumin árið 2009 í kjölfar umræðu eftir bankahrunið. Síðan þá nýtur forseti sambærilegra lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Breytingin tók til sitjandi Hæstaréttardómara og forseta, Ólafs Ragnars. Eftirlaun Ólafs Ragnars miðast við áttatíu prósent af forsetalaunum samkvæmt gömlu lögunum. Ellilífeyrir Guðna, þegar hann kemst á aldur, mun því ráðast af þeim iðgjöldum sem hann hefur greitt til þess tíma. Hann hefur sagst ætla að snúa sér að fræðistörfum en hann hefur verið í leyfi frá störfum sem prófessor við sagnfræðideild Háskóla Íslands frá því í kosningabaráttunni árið 2016. Laun forseta Íslands eru í dag rúmar 3,7 milljónir króna samkvæmt upplýsingum af vef Stjórnarráðsins. Forseti Íslands greiddi ekki skatt af launum sínum til ársins 2000 þegar lögunum var breytt. Þá fær forseti ókeypis bústað á Bessastöðum, rafmagns- og hitakostnað greiddan auk þess að vera með bíl til umráða og bílstjóra. Ólafur Ragnar Grímsson og Vigdís Finnbogadóttir eru samkvæmt gömlu lögunum með rétt tæpar þrjár milljónir á mánuði í eftirlaun. Eftirlaun Guðna munu hins vegar miðast við iðgjöld hans.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kjaramál Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 „Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04 Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2. janúar 2024 16:04
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10