Skjálftinn líklega ekki merki um kvika sé að brjótast upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. janúar 2024 12:24 Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni. Vísir Tveir nokkuð stórir skjálftar riðu yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þá líklega ekki til marks um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðsins heldur afleiðing spennubreytinga á Reykjanesi. Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stærri skjálftinn af stærðinni 4,5 reið yfir klukkan tíu mínútur í ellefu og sá seinni sem mældist 3,9 fjórum mínútum síðar. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið. Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á sviði jarðskjálftafræði á Veðurstofunni, segir upptökin vera við Trölladyngju. „Í raun og veru má segja að þetta sé vægur skjálfti en við fundum vel fyrir honum hérna í höfuðborginni og það sem stýrir því er bara fyrst og fremst það að hann er nær heldur en atburðirnir í Svartsengi og Grindavík hafa verið,“ segir Benedikt Upptök tveggja stærstu skjálftanna í morgun samkvæmt korti á vef Veðurstofunnar. Upptökin voru nærri Trölladyngju.vísir/sara Skjálftinn sé á flekamótum og afleiðing spenngubreytinga á Reykjanesskaga. „Spurning hvort við köllum þetta gikkskjálfta eða brotskjálfta á flekamótunum. Kvikuinnskotin sem hafa verið í Fagradasfjalli og nú í Svartsengi hafa áhrif og breyta spennuástandinu. Við sjáum það til dæmis að eftir atburðina eða gangainnskotin í Svartsengi hafa afleiddir skjálftar eða gikkskjálftar verið á þessu svæði, þar sem þessi skjálfti er. Þannig þetta kemur ekki á óvart en ég viðurkenni að það eru allir á tánum yfir því hvort eitthvað sé að fara gerast og hvar, þannig manni brá aðeins.“ Skjálftinn virðist ekki merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðisins. „Við þekkjum það ágætlega þegar kvika er að hlaupa til í skorpunni og þetta virðist ekki með slík einkenni. Og þetta er það langt frá kvikusöfnuninni að það er ekki hægt að segja að þetta tengist beint.“ Gera ráð fyrir að það styttist í gos GPS gögn Veðurstofunnar staðfesta aftur á móti að dregið hafi úr hraðanum á landrisi, sem gæti verið vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og gos þar með að verða líklegra. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir það enn eiga við. „Ég held að við eigum að gera ráð fyrir að það sé að styttast í gos, allavega í bili,“ segir Benedikt. Hann segir líklegasta upptakasvæðið enn vera á milli Stóra Skógfells og Hagafells. „Það er það svæði sem bæði jarðfræðilega og vöktunargögnin okkar benda á sem líklegasta upptakastað.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira