Sá fannst vel á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar en um svokallaðan gikkskjálfta mun hafa verið að ræða í grennd við Keili.
Einnig tökum við stöðuna á gangi kjaraviðræðna í karphúsinu en þar hittust viðsemjendur í morgun.
Að auki verður rætt við aðgerðasinna sem hafa staðið fyrir mótmælum við Alþingishúsið síðustu daga en þeir fengu í morgun leyfi til að vera lengur með tjaldbúðir sínar en áður hafði verið ráðgert.
Í íþróttapakkanum verður síðan hitað upp fyrir úrslitaleikinn á HM í pílukasti sem fram fer í kvöld og fjallað um Subwaydeild kvenna í körfunni.