Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 11:58 Um er að ræða sambærilega breyting á landrisi sem fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Vísir Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í færslu sem birt var 11:45. Þar segir að landrisið við Svartsengi sé að hægja á sér og að þetta hafi fengist staðfest með GPS gögnum sem hafi verið til umræðu á samráðsfundi vísindafólks á vegum Veðurstofunnar í morgun. „Það að landris hægi á sér er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi sem fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndileg aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ segir í færslunni. Skjálftavirknin verið stöðug Undanfarna daga hefur skjálftavirkni á svæðinu verið nokkuð stöðug, en í kringum tvö hundruð skjálftar hafa mælst á dag. „Flestir skjálftanna mælast undir 1,0 að stærð en um 30 skjálftar yfir 1,0 hafa mælst frá 29. desember og sá stærsti var 2,1 að stærð og átti upptök í nyrsta hluta Grindavíkur. Hættumatskort sem gildir til 5. janúar næstkomandi. Veðurstofan Það er áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast er að það gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Það er hins vegar mikilvægt að rifja upp að kvikuhlaup enda ekki alltaf í eldgosi, eins og dæmi eru um í tengslum við virknina við Fagradalsfjall og eins í Kröflueldum. Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 29. desember er óbreytt og gildir til 5. janúar að öllu óbreyttu. Áfram mælist skjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli en þar hafa rúmlega 100 smáskjálftar mælst frá 29. desember. Rýnt verður nánar í aflögunargögn á næstunni til að fá skýrari mynd á stöðuna við Fagradalsfjall,“ segir á vef Veðurstofunnar. Vinna við varnargarða hefst í dag Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Er gert ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri bæði Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum en vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Síðasti séns til að gera athugasemdir við varnargarða Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar í færslu sem birt var 11:45. Þar segir að landrisið við Svartsengi sé að hægja á sér og að þetta hafi fengist staðfest með GPS gögnum sem hafi verið til umræðu á samráðsfundi vísindafólks á vegum Veðurstofunnar í morgun. „Það að landris hægi á sér er vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Þetta er sambærileg breyting á landrisi sem fór að sjást í lok dags 15. desember, en þá hófst gos um þremur dögum síðar. Erfitt er þó að fullyrða um hvort að það munstur endurtaki sig. Fyrstu merki um að kvikuhlaup sé hafið er skyndileg aukning í skjálftavirkni, en slík merki sáust rétt áður en eldgosið hófst 18. desember,“ segir í færslunni. Skjálftavirknin verið stöðug Undanfarna daga hefur skjálftavirkni á svæðinu verið nokkuð stöðug, en í kringum tvö hundruð skjálftar hafa mælst á dag. „Flestir skjálftanna mælast undir 1,0 að stærð en um 30 skjálftar yfir 1,0 hafa mælst frá 29. desember og sá stærsti var 2,1 að stærð og átti upptök í nyrsta hluta Grindavíkur. Hættumatskort sem gildir til 5. janúar næstkomandi. Veðurstofan Það er áfram mat vísindamanna að ef til eldgoss kemur, er líklegast er að það gjósi aftur á Sundhnúksgígaröðinni, á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Það er hins vegar mikilvægt að rifja upp að kvikuhlaup enda ekki alltaf í eldgosi, eins og dæmi eru um í tengslum við virknina við Fagradalsfjall og eins í Kröflueldum. Hættumatskort sem Veðurstofan gaf út 29. desember er óbreytt og gildir til 5. janúar að öllu óbreyttu. Áfram mælist skjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli en þar hafa rúmlega 100 smáskjálftar mælst frá 29. desember. Rýnt verður nánar í aflögunargögn á næstunni til að fá skýrari mynd á stöðuna við Fagradalsfjall,“ segir á vef Veðurstofunnar. Vinna við varnargarða hefst í dag Um hádegi í dag rennur út frestur jarðeigenda og hagsmunaaðila til þess að gera athugasemdir við byggingu varnargarða norðan við Grindavík. Er gert ráð fyrir því að varnargarðarnir verði samtals sjö kílómetrar að lengd og að hann þveri bæði Grindavíkurveg og Suðurstrandarveg. Garðarnir verða byggðir í tveimur áföngum en vinna við fyrri áfangann hefst sem fyrst en stefnt er að vinna við seinni áfangann hefjist í vor eða sumar.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20 Síðasti séns til að gera athugasemdir við varnargarða Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ 2. janúar 2024 11:20
Síðasti séns til að gera athugasemdir við varnargarða Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57