Sorpa tekur yfir fatasöfnun á öllum grenndarstöðvum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 06:32 Hingað til hefur Rauði krossinn safnað fötum á grenndarstöðvum SORPU og víðar. Rauði krossinn Sorpa mun á næstu misserum taka við söfnun á textíl, meðal annars fatnaði, á grenndar- og endurvinnslustöðvum Sorpu. Frá þessu er greint í minnisblaði sem lagt var fram á síðasta stjórnarfundi Sorpu. Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Rauði krossinn hefur hingað til safnað textíl á um 30 af 90 grenndarstöðvum Sorpu en ný lög kveða á um að safna eigi textíl á öllum stöðvum. Rauði krossinn annar ekki því álagi og því mun Sorpa alfarið taka söfnunina yfir en vinna áfram með Rauða krossinum til að tryggja rekstur verslana samtakanna fyrir notuð föt. „Til umræðu hefur komið að halda áfram að fela öðrum aðilum en Sorpu söfnun og meðhöndlun á textíl. Sorpa telur slíkt flækja það verkefni að samræma söfnun á úrgangi á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess kemur fram í minnisblaði sem Ríkiskaup unnu fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga að ætli sveitarfélögin að fela aðilum á markaði, svo sem mannúðarsamtökum, að sinna söfnun á textíl, megi sveitarfélögin ekki greiða með þeirri meðhöndlun og að gera þurfi sérstaka þjónustusamninga um þá starfsemi. Að sinni telur Sorpa því farsælast að tryggja með eigin innviðum söfnun á textíl, og koma honum í ábyrgan og gagnsæjan farveg,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að áhersla verði lögð á ábyrgð og gagnsæi á afsetningu á textíl sem ekki sé hægt að endurnota eða -vinna. Þá verði stefnt á aukin endurnot innanlands. Sveitarfélögum utan starfsvæðis Sorpu verður boðið að nýta þá útflutningsfarvegi sem Sorpa mun koma sér upp, á kostnaðarverði. „Því er lagt til að Sorpa haldi áfram undirbúningsvinnu við söfnun á textíl á öllum grenndar- og endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis með innkaupum á söfnunargámum fyrir textíl á grenndarstöðvar, haldi áfram vinnu við að tryggja ábyrga og gagnsæja afsetningu á textíl sem ekki er hægt að endurnota eða -vinna, og koma upp innviðum til að stuðla að eins miklum endurnotum á textíl innanlands og kostur er.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira