„Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. janúar 2024 10:01 Bjarni Benediktsson segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta kom fram í Kryddsíldinni á Stöð 2, en þar var hann var spurður út í ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármálaráðherra og varaformanns flokksins, sem segist vera orðin tilbúin að taka við formennsku í flokknum. Ertu að íhuga að láta þetta gott heita? „Nei. Ég er ekkert að íhuga það. Þið fjölmiðlamenn eruð ítrekað að spyrja mig að þessu,“ svaraði Bjarni sem rifjaði upp aðdraganda síðustu kosninga. „Ímyndið ykkur þetta: Í kosningasjónvarpi Ríkissjónvarpsins fyrir síðustu kosningar, daginn áður enn átti að kjósa fæ ég spurninguna: „Hvenær ætlar þú að segja af þér?““ Bjarni uppskar hlátur, en bætti sjálfur við: „Menn hlægja af þessu hérna, en þetta er bara staðreynd. Þetta er minn veruleiki. Svona er komið fram við mann. Ég er að leiða þetta ríkisstjórnarsamstarf og ég er nýkominn í embætti utanríkisráðherra, og þú spyrð mig: Hvenær ætlar þú að hætta?“ Hann ítrekaði að hann hygðist ekki vera að hætta. „Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti, því ég hef verið þeim erfiður. Þess vegna hef ég verið lengi í þessu.“ Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á Alþingi benti Bjarni og þó Samfylking mælist stærri sagðist Bjarni hafa lært af sínum stjórnmálaferli að hundsa þær.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kryddsíld Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31. desember 2023 15:55