Taugarnar voru sannarlega þandar á endasprettinum í viðureign þeirra félaga í Alexandra Palace í gærkvöld. Það var að endingu Luke Humphries sem hafði betur eftir hvert klúðrið á fætur öðru hjá þeim báðum.
THE MOST DRAMATIC ENDING YOU WILL EVER SEE!
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023
The Drama. The Nerve.
Luke Humphries completes the comeback against Joe Cullen!
One of the greatest Ally Pally encounters we have ever seen! pic.twitter.com/RWpkxZXc0O
Humphries mætir Dave Chisnall í átta manna úrslitum á nýársdag.
Sjón er sögu ríkari en endasprettinn hjá þeim Humphries og Cullen má sjá að ofan.
8-liða úrslitin byrja klukkan 12:30 á nýársdag með viðureignum Chris Dobey og Rob Cross annars vegar og Luke Littler gegn Brendan Dolan hins vegar.
Um kvöldið, klukkan 19:00, mætir Michael van Gerwen svo Scott Williams áður en Humphries og Chisnall eigast við.
Allt saman er þetta í beinni á Vodafone Sport.