Einstæð móðir rukkuð um tvöfalda leigu Jón Þór Stefánsson skrifar 30. desember 2023 16:11 Kolbrún Jónsdóttir ásamt börnunum sínum. Andy Commins Kolbrún Jónsdóttir, einstæð móðir, hefur verið rukkuð um leigu janúarmánaðar fyrir íbúð sína í Grindavík. Líkt og aðrir íbúar bæjarins fór hún úr bænum þegar hann var rýmdur þann tíunda nóvember, en síðan hefur hún byrjað að leigja íbúð í Hafnarfirði. Hún situr því uppi með tvær rukkanir fyrir leigu í næsta mánuði. „Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
„Engin venjuleg manneskja getur staðið undir tveimur leigugreiðslum á mánuði,“ segir Kolbrún, sem útskýrir að málið valdi enn meiri óvissu hjá sér ofan á það sem Grindvíkingar hafa upplifað síðustu mánuði vegna jarðhræringanna og eldgossins. Leiga Kolbrúnar í Grindavík er á vegum Ölmu leigufélags. Hún segir félagið mega eiga það að fella niður leigu desembermánaðar, en hún hefur fengið þau svör að janúarleigan standi, að minnsta kosti eins og er. „Ég fékk reikninginn í heimabanka og spurði hvort hann yrði ekki alveg örugglega tekin út í ljósi aðstæðna. Ég fékk þau svör að þeir ætluðu ekki að gera það að svo stöddu, en þeir myndu fylgjast með stöðu mála ef eitthvað myndi breytast. Ég spurði á móti, hvað það væri nákvæmlega sem þyrfti að breytast svo þetta yrði tekið út og ég hef ekki fengið svör við því. Þannig reikningurinn er enn inni í heimabankanum.“ Kolbrún hefur sett sig í samband við Leigjendasamtökin vegna málsins, og segir hún að nú sé til skoðunar hver réttindi hennar séu í þessu fordæmalausu aðstæðum. „Maður er samt að vonast til að þurfa ekki að standa í stappi út af þessu, vera í einhverju veseni,“ segir hún. Hefur lítinn áhuga á að vera í Grindavík Íbúum Grindavíkur hefur verið heimilað að dvelja heima hjá sér á ný þrátt fyrir hættumat sem segir að líkur á öðru eldgosi aukist með hverjum deginum. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því síðast í dag að erfitt væri að tryggja öryggi þeirra sem væru í bænum. Og Veðurstofa Íslands sendi frá sér í gær að hætta væri á hraunflæði og gasmengun í Grindavík. Kolbrún segist ekki hafa áhuga á að vera í Grindavík á meðan þar sé óvissuástand, hvað þá að lenda aftur í sömu stöðu og í nóvember, að rýma, vera á vergangi, og þurfa að leita sér að samastað. „Þetta er ástand sem er búið að snúa lífi mínu á hvolf,“ bætir hún við og útskýrir að hún hafi verið í masternámi og að ástandið hafi haft mikil áhrif á það, sem og fjölskyldu sína. Kolbrún bendir á að eins og stendur séu engir félagslegir innviðir í Grindavík. Skóli, heilsugæsla og verslanir séu ekki opnar. Ofan á það bætir hún við að ef hún myndi rifta leigusamningi myndi líklega ekki vera barist um íbúðina. Þætti eðlilegt að gefa smá svigrúm „Manni finnst þetta skjóta svo skökku við, en samt svo mikið í þeirra anda, Ölmu leigufélags, að gera allt sem þeir geta til að græða,“ segir Kolbrún. Hún býr í fjölbýlishúsi og telur að allar íbúðirnar séu í eigu félagsins. Henni skilst að hinir íbúarnir hafi líka fengið rukkun fyrir leigu. Þó hefur hún heyrt frá öðrum leigjendum og leigusölum í Grindavík að fyrirkomulagið sé ólíkt hjá þeim, mörgum hverjum. Flestir virðist ekki rukka, og aðrir rukki hálft leigugjald. „Auðvitað er þetta ekki auðvelt fyrir neinn, en maður myndi halda að það væri hægt að sjá sóma sinn í því að gefa leigjendum smá svigrúm.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Leigumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira