Burst hjá Cross og Williams negldi stóra fiskinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 16:16 Scott Williams er skrautlegur á sviðinu í Alexandra Palace. Vísir/Getty Scott Williams, Dave Chisnall og Rob Cross eru komnir í 8-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir þrjá skemmtilegar viðureignir í Alexandra Palace. Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina. Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina.
Pílukast Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti