Einnig verður staðan tekin á jarðhræringunum á Reykjanesskaga en landris heldur áfram við Svartsengi.
Að auki fjöllum við um mótmælendur á Austurvelli en þar hafa Palestínumenn sett upp tjaldbúðir til að þrýsta á um að fjölskyldumeðlimun þeirra verði bjargað frá Gasa ströndinni.
Þá fjöllum við um kjarasamningana sem nú eru í vinnslu en Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja eru ekki par sátt við þær áherslur sem lagt er upp með hjá samfloti verkalýðshreyfingarinnar.
Að síðustu lítum við til veðurs og spáum í áramótaveðrið og hvernig mun viðra til flugeldaskothríðar.
Íþróttapakkinn verður svo á sínum stað en KSÍ vill fara í breytingar á Laugardalsvelli við fyrsta tækfæri auk þess sem spennan magnast nú á HM í pílukasti.