Langþráður draumur Páls Sævars loksins að rætast Aron Guðmundsson skrifar 29. desember 2023 13:31 Við samgleðjumst Páli Sævari sem er í þann mund að fara upplifa einn af draumum sínum. Stöð 2 Skjáskot Gamall draumur útvarpsmannsins og vallarkynnisins góðkunna, Páls Sævars Guðjónssonar, mun rætast í kvöld er hann verður, ásamt góðum hópi Íslendinga, viðstaddur spennandi keppnisdag á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“ Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira
Þrjátíu og tveggja manna úrslitum mótsins lýkur í dag og sextán manna úrslitin hefjast strax í kvöld. Þar er viðureignar fyrrum heimsmeistaranna Stephen Bunting og Michael Van Gerwen beðið með mikilli eftirvæntingu. Þá munu fleiri kunnugleg nöfn stíga inn á keppnissviðið fyrir framan Pál Sævar og fleiri Íslendinga. „Þetta er gamall draumur sem er að rætast núna,“ segir Páll Sævar í samtali við Vísi. „Loksins lét ég verða að því að fara til London og vera viðstaddur í höllinni í Ally Pally að fylgjast með heimsmeistaramótinu. Ég er búinn að fylgjast með þessu móti síðan 2008. Þetta er skemmtilegasti íþróttaviðburður sem maður horfir á. Það að vera í höllinni í kvöld og sjá keppendur, sem eru alls með sex heimsmeistaratitla á bakinu, er náttúrulega algjörlega galið atriði.“ Páll Sævar mun sjá nokkra af sínum eftirlætis pílukösturum spila í kvöld. „Það er gamall draumur hjá mér að upplifa í eigin persónu að horfa á Gary Anderson í eigin persónu spila. Hann er einn skemmtilegasti pílukastari í heimi. Alltaf í góðu skapi.“ Páll Sævar er sérstaklega spenntur fyrir því að sjá Gary Anderson í kvöldVísir/Getty „Svo hlakkar manni náttúrulega til að horfa á Michael van Gerwen og ríkjandi heimsmeistarann Michael Smith leika listir sínar. En ég hef áhyggjur af heimsmeistaranum Smith. Hann er ekki búinn að vera í nægilega góðu standi til þessa. Þetta mót hefur einhvern vegin snúist alveg á hvolf. Gerwyn Price er farinn heim, sömuleiðis Peter Wright og fleiri óvænt úrslit munu eiga sér stað. Ég er sannfærður um það. Ég hef mestar áhyggjur af Michael Smith fyrir viðureignir kvöldsins.“ Verða áberandi í höllinni Og Páll Sævar er sannfærður um að Íslendingarnir muni taka yfir höllina í kvöld. „Þetta er tuttugu og tveggja manna hópur og atvikaðist þannig að ég fékk aðgang að tuttugu og tveimur miðum í júní fyrr á þessu ári. Það var rosaleg efirspurn á þeim miðum. Þetta er mest fólk úr Grindavík sem er í hópnum núna.“ Það má sjá alls konar furðuverur í Ally Pally á meðan á heimsmeistaramótinu í pílukasti stendurVísir/Getty „Það er gaman að vera með þeim og náttúrulega ýmislegt gengið á hjá Grindvíkingum upp á síðkastið. Þau eru í góðu skapi hér og öllum hlakkar gríðarlega til að upplifa stemninguna í Ally Pally í kvöld.“ Hópurinn mun gera sér glaðan dag og verða áberandi í höllinni, upp við keppnissviðið, í kvöld. „Það er búið að sérhanna jakkaföt á okkur fyrir þennan viðburð. Ég get alveg lofað þér því að við Íslendingarnir munum taka yfir höllina í kvöld.“
Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Sjá meira