Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2023 07:38 Francoise ásamt eiginmanni sínum Jean Pierre Meyers. Getty/Bertrand Rndoff Petroff Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index. Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar. Frakkland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í L'Oréal hækkuðu verulega í gær en sala á vörum fyrirtækisins hefur verið að ná sér á strik undanfarið eftir að hafa dregist saman í kórónuveirufaraldrinum. Bettencourt Meyers er varaformaður stjórnar L'Oréal en hún og fjölskylda hennar eru stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu og eiga 35 prósent hlut. Bettencourt Meyers tók við L'Oréal-veldinu þegar móðir hennar, Liliane Bettencourt, lést árið 2017. Liliane, sem var um tíma ríkasti Frakkinn, elskaði sviðsljósið og var náin vinur ýmissa leiðtoga Frakklands. Undir hið síðasta átti hún í opinberum illdeilum við dóttur sína, einkabarnið sitt, og sagði meðal annars í sjónvarpsviðtali óska þess að Francoise hefði getað beðið þolinmóð eftir því að hún félli frá í stað þess að fara fram gegn henni. Francoise voru dæmd yfirráð yfir fjármálum móður sinnar árið 2011, þegar Liliane var úrskurðuð með elliglöp. Annar fjölskyldumeðlimur fékk það hlutverk að fara með ákvarðanir um heilsu og velferð Liliane. Ólíkt móður sinni hefur Francoise haldið sig frá sviðsljósinu en hún er sögð spila á píanó margar klukkustundir á degi hverjum og hefur ritað tvær bækur; ítarlega rannsókn á Biblíunni og bók um fjölskyldutengsl innan grísku goðafræðinnar.
Frakkland Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira