Littler búinn að ákveða hvernig hann ætlar að eyða verðlaunafénu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2023 13:31 Luke Littler ræðir við fjölmiðla eftir sigurinn á Matt Campbell í 32 manna úrslitum á HM í pílukasti. getty/Steven Paston Hinn sextán ára Luke Littler hefur slegið í gegn á HM í pílukasti og er þegar búinn að vinna sér inn dágóða upphæð í verðlaunafé. Hann er búinn að ákveða hvernig hann ætlar að eyða því. Littler tryggði sér sæti í sextán manna úrslitum á HM með sigri á Matt Campbell í gær, 4-1. Aldrei hefur jafn ungur keppandi komist jafn langt á HM í pílukasti. Í sextán manna úrslitunum mætir Littler annað hvort Jim Williams eða heimsmeistaranum fyrrverandi, Raymond van Barneveld. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Littler og segir að hann geti farið alla leið á HM og unnið mótið. Littler er ekki bara kominn í sextán manna úrslit heldur er hann öruggur með að minnsta kosti 35 þúsund pund í verðlaunafé. Það gerir rúmar sex milljónir íslenskra króna sem er dágóður slatti, hvað þá fyrir sextán ára barn. Littler er þegar búinn að ákveða hvernig hann ætlar að eyða verðlaunafénu, sama hversu langt hann kemst á HM. „Allir vinir mínir eru að horfa á heima. Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara til Blackpool eða Alton Towers svo ég held þeir búist við því að ég borgi ferðina þangað sem ég geri,“ sagði Littler eftir sigurinn á Campbell í gær. Ef Littler kemst í átta manna úrslit fær hann fimmtíu þúsund pund (8,7 milljónir króna), hundrað þúsund (17,4 milljónir króna) fyrir að komast í undanúrslit, tvö hundruð þúsund (34,8 milljónir króna) fyrir silfrið og fimm hundruð þúsund (86,9 milljónir króna) fyrir að vinna HM. Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira
Littler tryggði sér sæti í sextán manna úrslitum á HM með sigri á Matt Campbell í gær, 4-1. Aldrei hefur jafn ungur keppandi komist jafn langt á HM í pílukasti. Í sextán manna úrslitunum mætir Littler annað hvort Jim Williams eða heimsmeistaranum fyrrverandi, Raymond van Barneveld. Sá síðarnefndi hefur mikið álit á Littler og segir að hann geti farið alla leið á HM og unnið mótið. Littler er ekki bara kominn í sextán manna úrslit heldur er hann öruggur með að minnsta kosti 35 þúsund pund í verðlaunafé. Það gerir rúmar sex milljónir íslenskra króna sem er dágóður slatti, hvað þá fyrir sextán ára barn. Littler er þegar búinn að ákveða hvernig hann ætlar að eyða verðlaunafénu, sama hversu langt hann kemst á HM. „Allir vinir mínir eru að horfa á heima. Ég hef alltaf sagt að við þurfum að fara til Blackpool eða Alton Towers svo ég held þeir búist við því að ég borgi ferðina þangað sem ég geri,“ sagði Littler eftir sigurinn á Campbell í gær. Ef Littler kemst í átta manna úrslit fær hann fimmtíu þúsund pund (8,7 milljónir króna), hundrað þúsund (17,4 milljónir króna) fyrir að komast í undanúrslit, tvö hundruð þúsund (34,8 milljónir króna) fyrir silfrið og fimm hundruð þúsund (86,9 milljónir króna) fyrir að vinna HM.
Pílukast Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Sjá meira