Sakaði þjálfarann um að stela treyju og fær ekki að fara á Afríkumótið Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 08:00 Morlaye Sylla hefur spilað á þriðja tug landsleikja fyrir Gíneu en fær ekki að fara á Afríkumótið. Getty/Mustafa Ciftci Morlaye Sylla, miðjumaður Gíneu, er ekki á leiðinni á Afríkumótið í fótbolta eftir að hafa sakað þjálfara landsliðsins um að stela frá sér treyju sem hann fékk frá brasilísku stjörnunni Vinícius Junior. Afríkumótið hefst eftir hálfan mánuð og þar mætir Gínea liði Kamerún í fyrsta leik, og svo einnig Gambíu og ríkjandi meisturum Senegals. Það gerir Gínea hins vegar án Sylla, sem er leikmaður Arouca í Portúgal, en hann mun hafa lent í rifrildi við liðsfélaga sína í landsliðinu og þjálfara sinn í kjölfarið á 4-1 tapi í vináttulandsleik gegn Brasilíu í júní. Eftir leikinn við Brasilíu skipti hinn 25 ára gamli Sylla á treyju við ofurstjörnuna Vinícius Junior, sem leikur með Real Madrid. En treyjan sem Sylla eignaðist var fljót að hverfa því hún gufaði upp í búningsklefanum. Guinea's Morlaye Sylla didn't make the AFCON squad after he angrily accused his teammates and the technical staff of stealing a Vinicius Jr shirt he received. The shirt disappeared from the locker room after the friendly against Brazil in June. @addojunr pic.twitter.com/6OEQWce0u9— Madrid Universal (@MadridUniversal) December 27, 2023 Sylla mun hafa verið í öngum sínum og sakað liðsfélaga sína um þjófnað, áður en hann beindi spjótum sínum að sjálfum þjálfaranum Kaba Diawara. Sylla krafðist þess meira að segja að leitað yrði í töskum manna til að komast að því hvar treyjan væri niður komin. Miðjumaðurinn, sem á að baki 23 A-landsleiki, hefur ekki beðist afsökunar á hegðun sinni og það virðist hafa kostað hann sæti í landsliðshópnum fyrir Afríkumótið. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Afríkumótið hefst eftir hálfan mánuð og þar mætir Gínea liði Kamerún í fyrsta leik, og svo einnig Gambíu og ríkjandi meisturum Senegals. Það gerir Gínea hins vegar án Sylla, sem er leikmaður Arouca í Portúgal, en hann mun hafa lent í rifrildi við liðsfélaga sína í landsliðinu og þjálfara sinn í kjölfarið á 4-1 tapi í vináttulandsleik gegn Brasilíu í júní. Eftir leikinn við Brasilíu skipti hinn 25 ára gamli Sylla á treyju við ofurstjörnuna Vinícius Junior, sem leikur með Real Madrid. En treyjan sem Sylla eignaðist var fljót að hverfa því hún gufaði upp í búningsklefanum. Guinea's Morlaye Sylla didn't make the AFCON squad after he angrily accused his teammates and the technical staff of stealing a Vinicius Jr shirt he received. The shirt disappeared from the locker room after the friendly against Brazil in June. @addojunr pic.twitter.com/6OEQWce0u9— Madrid Universal (@MadridUniversal) December 27, 2023 Sylla mun hafa verið í öngum sínum og sakað liðsfélaga sína um þjófnað, áður en hann beindi spjótum sínum að sjálfum þjálfaranum Kaba Diawara. Sylla krafðist þess meira að segja að leitað yrði í töskum manna til að komast að því hvar treyjan væri niður komin. Miðjumaðurinn, sem á að baki 23 A-landsleiki, hefur ekki beðist afsökunar á hegðun sinni og það virðist hafa kostað hann sæti í landsliðshópnum fyrir Afríkumótið.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira