Manchester United hefur þurft að glíma við mikið af meiðslum hjá leikmönnum liðsins í allan vetur en menn á borð við Lisandro Martinez, Mason Mount og Casmeiro hafa verið fjarri góðu gamni í langan tíma. Nú lítur þó út fyrir það að einn af leikmönnum liðsins sem hefur verið að hliðarlínunni síðustu vikurnar sé á leiðinni til baka en það er Amad Diallo.
Erik Ten Hag sagði frá því í gær að Amad Diallo gæti snúið til baka í leikmannahóp liðsins gegn Aston Villa í kvöld.
„Hann er búinn að æfa í tvær vikur núna þannig ég held að hann ætti að geta snúið aftur sem og Raphael Varane,“ sagði Erik Ten Hag við fréttamenn.