Hin fertuga Welch var með flautuna í viðureign Fulham og Burnley á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Leiknum lauk með mikilvægum 0-2 sigri Burnley.
Welch gerðist dómari árið 2010 og sinnti þá dómgæslu á fótboltaleikjum samhliða því að vinna hjá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS. Hún snéri sér svo alfarið að dómgæslu árið 2019.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Welch brýtur blað í sögunni, en í janúar á þessu ári varð hún fyrsta konan til að dæma leik í ensku B-deildinni þegar hún dæmdi viðureign Birmingham og Preston.
Þá varð hún einnig fyrsta konan til að dæma leik í þriðju umferð FA-bikarsins árið 2022 eftir að hún varð fyrsta konan til að komast á dómaralista EFL, en undir EFL (English Football League) heyra ensku C- og D-deildirnar.