Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Landris við Svartsengi mun líklegast ná sömu hæð og fyrir gos eftir tvær til þrjár vikur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það vonbrigði að það gæti byrjað að gjósa á ný nærri bænum. Hann telur að fáir muni gista í Grindavík yfir hátíðarnar. Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Mikil hætta er talin á snjóflóði á norðanverðum Vestfjörðum á morgun og varðskipið Freyja hefur verið sent þangað til þess að aðstoða komi til snjóflóða. Óvissustigi verður líklegast lýst yfir á svæðinu. Veðurstofan hefur gefið út veðurviðvaranir á öllu vestanverðu landinu.

Þá förum við yfir stöðuna á Gasa og segjum frá þjóðarsorg sem ríkir nú í Tékklandi eftir að fjórtán voru skotnir til bana í háskóla í Prag á fimmtudag. Við heyrum einnig í eiganda Múlakaffis, sem mætti á vaktina klukkan þrjú í nótt til að hefja undirbúning fyrir skötubrjálæðið á Þorláksmessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×