GTA 6 hakkarinn í ótímabundna öryggisvistun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 22:05 Arion Kurtaj hafði ítrekað lýst því yfir að hann myndi halda glæpum sínum áfram. Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins. Bretland Leikjavísir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins.
Bretland Leikjavísir Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira