GTA 6 hakkarinn í ótímabundna öryggisvistun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 22:05 Arion Kurtaj hafði ítrekað lýst því yfir að hann myndi halda glæpum sínum áfram. Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins. Bretland Leikjavísir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins.
Bretland Leikjavísir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira