Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 21:31 Frá einu af Kröflugosunum níu. Þar sáust háir kvikustrókar og miklar hraunár, sem gátu runnið ógnarhratt. Skjáskot/RÚV Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér: Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér:
Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30