Tæknin er frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar og Gavin segir hana nokkuð merkilega fyrir sinn tíma.
Til að sýna almennilega hvernig tækið virkaði notaði hann háhraðavélamyndavélar sínar og macro-linsur til að fanga hvað væri að gerast í sjónvarpinu þegar tekið er í gikkinn á byssunni og hvernig tölvan veit hvort maður hittir eða ekki.
Útskýringin byggir nokkuð á fimm ára gamalli útskýringu Gavins á því hvernig sjónvörp og skjáir virka í raunveruleikanum.
Sjá einnig: Sýna hvernig sjónvörp virka í „Slowmo“
Einfalda svarið, mjög einfalda svarið, er að í hvert sinn sem tekið er í gikkinn í Duck Hunt, sleppir tölvan því að teikna upp einn ramma og teiknar þess í stað hvítan reit þar sem öndin er. Linsa í byssunni leitar að þessum reit og ef hún sér hann ekki, hitti maður ekki öndina.
Sjá má ná hvernig þetta virkar í meðfylgjandi myndbandi.