Veðsetja alla hluti sína í VÍS og Kaldalóni Árni Sæberg skrifar 20. desember 2023 16:10 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar fjárfestingafélags. Fjárfestingafélagið Skel hefur veðsett alla hluti sína í félögunum VÍS og Kaldalóni, helstu skráðu félögunum í eignasafni Skeljar. Forstjórinn segir um hefðbundna fjármögnun að ræða. Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins. Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í dag þegar Kauphöll bárust tilkynningar frá VÍS og Kaldalóni um veðsetningu félags sem er nákomið stjórnarmanni í félögunum. Þar var á ferð Skel fjárfestingarfélag en forstjóri þess, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, er stjórnarmaður í báðum félögum. VÍS tilkynnti um veðsetningu á 156.956.533 hlutum í félaginu til tryggingar lánasamningum. Það er allur 8,2 prósent hlutur Skeljar í VÍS, sem er metinn á um 2,5 milljarða króna. Kaldalón tilkynnti um veðsetningu 100.676.401 hlutar til tryggingar lánasamningum, til viðbótar við fyrri veðsetningar sem tilkynnt var um 23. september í fyrra. Það er samanlagt allur 15,4 prósent hlutur Skeljar í Kaldalóni, sem er um 2,8 milljarða króna virði. Í samtali við Vísi segir Ásgeir Helgi um lögbundna tilkynningu um hefðbundna fjármögnun félagsins. Eftir gildistöku evrópureglugerðar um markaðssvik, sem ævinlega er kölluð MAR, sé skylt að tilkynna um veðsetningu hluta á sama hátt og um kaup og sölu hluta. Skel noti skráðu bréfin sem veð gegn skuldbindingum félagsins við lánardrottna sína þar sem það sé hagkvæmast. Það sé gert á einu bretti einu sinni á ári og því komi tilkynningar nú um veðsetningu allra skráðra bréfa félagsins.
Skel fjárfestingafélag Kauphöllin VÍS Kaldalón Tengdar fréttir Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18 Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00 Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02 SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Heimkaup safnar 1,5 milljarði í hlutafé til að opna nýjar verslanir Stjórnendur Heimkaupa vinna nú að gerð kynningarefnis til að safna allt að 1,5 milljörðum króna í hlutafjáraukningu til að fjármagna opnun nýrra matvöruverslana. „Við ætlum að koma með látum inn á markaðinn,“ segir forstjóri Heimkaupa, í samtali við Innherja. Allt hlutafé í Brauð & co. var metið á tæplega milljarð króna þegar Heimkaup keypti hlut Skeljar fjárfestingarfélags í bakaríinu í sumar í skiptum fyrir eigin bréf. 13. nóvember 2023 15:18
Skel kaupir tugi íbúða fyrir fleiri milljarða Fjárfestingafélagið SKEL hf. hefur fest kaup á 55 íbúðum við Stefnisvog 2 í Reykjavík fyrir rétt tæpa fimm milljarða króna. Samhliða kaupunum gerði félagið samning um kauprétt að 35 íbúðum við Stefnisvog 12. Fjárfestingafélagið stefnir að því að setja íbúðirnar í útleigu. 22. september 2023 18:00
Ásmundur Tryggvason ráðinn forstjóri Styrkáss Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn forstjóri Styrkáss, nýs þjónustufyrirtækis sem samanstendur af Skeljungi og Kletti. Skrá á félagið í Kauphöll á Íslandi fyrir árslok 2027 og mun Ásmundur leiða þá vinnu. 4. október 2023 13:02
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. 17. ágúst 2023 09:24