Guðrún Brá missti keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarin þrjú ár. Getty/Charles McQuillan Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa báðar lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira