Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 14:23 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur er á Reykjanesskaganum. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira