Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 01:47 Páll var með níu manna hóp frá Bretlandi í Norðurljósaferð þegar jörðin rifnaði fyrir augum þeirra. Ferðamennirnir hoppu og grétu af einskærri gleði. Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira